Vefþjóðviljinn 341. tbl. 16. árg.
Er það virkilega þannig að útgjöld ríkisins og skattheimtan sem þeim fylgir séu á slíkri sjálfstýringu að ekki megi ræða frumvarp til fjárlaga á Alþingi?
Með fjárlögum hvers árs er tekin ákvörðun um að hirða stóran hlut af sjálfsaflafé fólksins í landinu. Það á ekki að vera eins og að drekka vatn að taka eigur fólks af því. Það á ekki að vera léttbær ákvörðun 63 manna að ákveða ríkisútgjöld sem hafa það í för með sér að aðrir menn eru stóran hluta ársins að vinna fyrir þeim. Eða ef skattarnir hrökkva ekki til, að taka lán fyrir útgjöldunum sem komandi kynslóðum er ætlað að greiða.
Það er ekki að undra að ríkisútgjöldin aukist ár frá ári ef aldrei má ræða útgjöld sem einu sinni hafa verið samþykkt. Viðhorfið virðist vera að það sem einu sinni er komið inn á fjárlög verði þar um aldur og ævi.
Það er aldrei staldrað við og farið yfir útgjaldaliðina. Er rétt að taka eigur fólks af því og skuldsetja afkomendur okkar til að standa undir þessu? Eða þessu?