Þriðjudagur 20. nóvember 2012

Vefþjóðviljinn 325. tbl. 16. árg.

Vefþjóðviljinn varaði við því í fyrradag að dómar væru kveðnir upp yfir mönnum á torgum, jafnvel þótt þeir hefðu starfað í bönkum sem lifðu ekki af fjármálakreppuna. Þeir ættu sinn rétt eins og aðrir á því að fá fjallað um sín mál fyrir þar til gerðum dómstólum. 

Í dag vísaði héraðsdómur frá máli manns sem fyrir nokkrum misserum var leiddur til yfirheyrslu og í gæsluvarðhald  fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar. Nokkrum ákærum á hendur öðrum manni var sömuleiðis vísað frá.

Nú þekkir Vefþjóðviljinn ekkert til málanna, veit ekkert um sakarefni og ástæður frávísana. 

En er þessi frávísun ekki eilítið umhugsunarefni fyrir þá sem láta vaða á súðum um mál sem þeir þekkja lítið sem ekkert til?