Vefþjóðviljinn 304. tbl. 16. árg.
Ágúst Einarsson prófessor og fyrrverandi þingmaður Þjóðvaka og Samfylkingarinnar var gestur í Silfri Egils í Ríkissjónvarpinu á sunnudaginn. Þar var til umræðu framlag „skapandi greina“ sem hefði þó mátt ætla að væri frekar óumdeilt eftir himin og jörð og allt það sex daga span.
Tvennt í orðum Ágústs vakti sérstaka athygli Vefþjóðviljans. Annars vegar sagði hann:
Við verjum til dæmis meira fé til menningarmála af opinberu fé heldur en nokkurt annað ríki.
Hér að rétt að taka fram að Ágúst er fremur hlynntur alls kyns aðstoð hins opinbera við menningarstarfsemi. En hann gerir sér þó grein fyrir og viðurkennir að hér er aðstoðin mjög ríkuleg.
Hins vegar benti prófessorinn á fróðlegt dæmi um hvað getur gerst ef hlutirnir eru látnir í friði.
Þetta þarf ekki að kosta mikinn pening. Mér finnst eiginlega besta dæmið um það, tölvuleikjaiðnaðurinn. Þar hefur ríkisvaldið ekki gert nokkurn skapaðan hlut. Þú hefur eiginlega aldrei heyrt stjórnmálamann tala um að það þurfi að efla tölvuleikjaiðnaðinn.
Já hvernig væri að prófa þetta á fleiri sviðum?