Þriðjudagur 28. ágúst 2012

Vefþjóðviljinn 241. tbl. 16. árg.

Harpan fær um 3 milljónir á dag í styrk frá skattgreiðendum. Það virðist hafa farið framhjá stjórnarformanninum og einnig Fréttablaðinu.
Harpan fær um 3 milljónir á dag í styrk frá skattgreiðendum. Það virðist hafa farið framhjá stjórnarformanninum og einnig Fréttablaðinu.

Í morgun var því slegið upp á forsíðu Fréttablaðsins að helmingur tekna útrásarhallarinnar fari í gjöld til Reykjavíkurborgar. 

Pétur J. Eiríksson stjórnarformaður eignarhaldsfélags Hörpunnar segir:

Við ráðum ekki við þetta. Við erum með tvær milljónir króna í tekjur á dag og borgum eina milljón í fasteignagjöld á dag. Enginn rekstur á Íslandi ræður við þetta.

Er það virkilega?

Hvað með þessar þrjár milljónir sem Harpan fær daglega í styrk frá skattgreiðendum?

Hvernig getur dagblað látið nota sig svona?

Hvernig er hægt vera fjölmiðilll og vita ekki að auk annarra rekstrartekna fær útrásarhöllin þúsund milljónir á ári frá ríki og borg?