Vefþjóðviljinn 238. tbl. 16. árg.
Í fréttum vikunnar var sagt frá aðgerð lögregluyfirvalda á Suðurnesjum. Yfirvöld gáfu eftirfarandi atvikalýsingu eftir áhlaupið en til að gefa ekki of mikið upp um starfsaðferðir lögreglunnar var tímaröð breytt, fyrst er maðurinn handtekinn svo bankað upp á hjá honum:
Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær, eftir að grunur hafði vaknað um að hann væri með fíkniefni í fórum sínum.
Þegar lögregla knúði dyra barst megn kannabislykt frá íbúðinni sem jókst um allan helming þegar húsráðandi opnaði.
Meiri lykt inni en úti. Þeir hafa sent rannsóknarlögregluna.