Föstudagur 24. ágúst 2012

Vefþjóðviljinn 237. tbl. 16. árg.

Þingmenn opnuði í sumar fyrir auknar skattfrjálsar greiðslur til sjálfra sín. Þeim hafa ofboðið allar skattahækkanirnar að undanförnu.
Þingmenn opnuði í sumar fyrir auknar skattfrjálsar greiðslur til sjálfra sín. Þeim hafa ofboðið allar skattahækkanirnar að undanförnu.

Í júní samþykkti Alþingi breytingu á lögum um þingsköp. Frumvarp var lagt fram 18. júní og samþykkt undir miðnættið næsta dag. Við lögin var meðal annars bætt þessari grein

Í reglum forsætisnefndar um þingfararkostnað má kveða á um að ákvarðanir kjararáðs um almenn starfskjör þeirra sem undir ráðið falla skuli einnig gilda um alþingismenn eftir því sem við getur átt.

Skilja þetta ekki allir?

Það sem í raun var verið að samþykkja með þessu er að skattgreiðendur greiði kostnað við líkamsrækt, gleraugu, heyrnartæki og fleira tengt heilsunni sem þingmenn kunna að þurfa eins og annað fólk. Af þessum endurgreiðslum á kostnaði virðist ekki greiddur tekjuskattur.

En skattgreiðandi sem les lagagreinina hér að ofan, jafnvel þótt hann geri það með lesgleraugum sem hann borgaði sjálfur, getur vart áttað sig á því með góðu móti um hvað er að ræða. Og jafnvel þótt hann fletti upp í ákvörðunum kjararáðs um gleraugnakaup embættismanna er erfitt að átta sig á skuldbindingunni sem í þessu felst. Hvað kostar þetta?

Eru þetta nýju vinnubrögðin, fagmennskan, gagnsæið?

Án þess að Vefþjóðviljinn mæli með því sérstaklega hefði þó verið hreinlegra að hækka einfaldlega laun þingmanna í stað þess að láta skattgreiðendur gefa út svona óútfyllta ávísun.

Enginn þingmaður greiddi atkvæði gegn þessum ósköpum. Enginn.