Vefþjóðviljinn 234. tbl. 16. árg.
Á síðustu fjórum árum hafa skuldir hins opinbera farið úr 700 í 2.100 milljarða króna. Stór hlut þessara nýju skulda er í erlendri mynt. Um þessa ofboðslegu skuldsetningu var enginn spurður.
Íslenskir stjórnmálamenn hafa með þessu steypt þjóðinni í nýjar skuldir sem nema um 4 milljónum króna á hvern mann eða um 16 milljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu.
Næst á dagskrá þingmanna: Banna smálánin.