Vefþjóðviljinn 187. tbl. 16. árg.
Ástæðan fyrir því að menn hafa ekki síður áhuga á frjálshyggju nú en fyrir nokkrum árum er einmitt vegna fjármálahrunsins á Vesturlöndun.
Ríkisvaldið hefur hvarvetna stjórn peningamála á sinni könnu, stýrir vöxtum og peningamagni, leggur fjármálafyrirtækjum línurnar með gríðarlegu regluverki og heldur úti stórum eftirlitsstofnunum til að tryggja að menn fari að reglunum ásamt því að halda úti tryggingum fyrir innlán til að fría bæði banka og lánveitendur þeirra allri ábyrgð. Því til viðbótar er fjármálastofnunum uppálagt að hafa endurskoðendur og endurskoðunarnefndir og starfsmenn þurfa að gangast undir próf og uppfylla fleiri skilyrði.
Þessi ríkisafskipti hafa leitt menn í öngstræti.
Þar við bætist að almenn ríkisumsvif, skattar, reglur og eftirlit, voru aukin á árunum fyrir hrunið.
Hér að neðan er nokkrum mælikvörðum brugðið á ríkisumsvifin á Íslandi á árunum fyrir hrun.