Laugardagur 19. maí 2012

Vefþjóðviljinn 140. tbl. 16. árg.

Ríkisstjórnin hefur kynnt áætlun um hvernig stórskuldugur ríkisjóður geti eytt tugum milljarða til viðbótar á næstu árum.  Er það nefnt fjárfestingaráætlun.

Þessi yfirlýsing er um stóraukinn hlut ríkisins í efnahagslífi landsmanna er jafnframt árétting ríkisstjórnarinnar um að hún muni aldrei lækka þá skatta sem hún hefur hækkað á undanförnum árum. Hún ætlar þvert á móti að halda áfram á sömu braut. Engu á að skila til landsmanna með lækkun á sköttum.

Ríkisstjórnin hefur tvær hugmyndir um hvernig fjármagna megi þessa „fjárfestingaráætlun.“

* Snarhækkun veiðigjalds á sjávarútveginn.

* Sölu á hlut ríkisins í viðskiptabönkunum þremur.

Hvorki er búið að samþykkja lagafrumvarp um aukna skattlagningu á sjávarútveginn né gera áætlun um sölu á hlut ríkisins á bönkunum. En ríkisstjórnin hins vegar þegar búin að ákveða að eyða hugsanlegum tekjum af þessum aðgerðum. Eyða fyrst og afla svo.