Fimmtudagur 3. maí 2012

Vefþjóðviljinn 124. tbl. 16. árg.

Ríkisútvarpið hefur birt sex mánaða uppgjör sitt. Hér að neðan má sjá brot úr reikningnum. Þar kemur fram að stofnunin hafði 2,7 milljarða til að moða úr á þessu hálfa ári. Það eru ekki nema 15 milljónir á dag svo að allir sjá hvernig hefur verið skafið inn að beini í ríkisrekstrinum. Niðurskurðurinn er svo ofboðslegur að Ríkisútvarpið hefur aðeins náð að tryggja sér sýningarrétt frá HM 2018 og 2022 en allt er enn í óvissu og uppnámi með HM 2026 og 2030.

Samkvæmt reikningnum eru „þjónustutekjur“ stærsti tekjupóstur Ríkisútvarpsins. Þótt menn átti sig ef til vill ekki á því fljótt á litið hvað þarna er á ferðinni verður að viðurkenna að þetta er óvenju hreinskiptin framsetning hjá Ríkisútvarpinu. 

Þetta er greiðslan frá ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms fyrir veitta þjónustu.