Laugardagur 28. apríl 2012

Vefþjóðviljinn 119. tbl. 16. árg.

Þekktur fyrir góðar hugmyndir um ráðstöfun opinberra fjármuna. Nú leggur Össur til að stofnað verði embætti sjö fisksala.
Þekktur fyrir góðar hugmyndir um ráðstöfun opinberra fjármuna. Nú leggur Össur til að stofnað verði embætti sjö fisksala.

Ríkisstjórnin ætlar að hækka skatta á útgerðina með þeim rökum að „þjóðin eigi að njóta eðlilegs arðs af auðlindinni.“ Því kemur það kannski svolítið á óvart þegar utanríkisráðherra vill að hluti hinna auknu skatttekna verði nýttur í markaðsstarf fyrir íslenskan fisk á erlendum mörkuðum. Vill ráðherrann setja peningana sem þjóðin átti að njóta í markaðsstarf fyrir útgerðina?

Þegar betur er að gáð er þetta reyndar ekki alveg svona einfalt. Össur Skarphéðinsson lítur til Norðmanna sem þar sem „sjö menn“ starfa á vegum hins opinbera við að dásama norskan fisk. Þjóðin á að njóta hins „eðlilega arðs af auðlindinni“ með því að ríkisbáknið verði stækkað um sjö fisksala. Össur treystir opinberum embættismönnum betur til fisksölu en þeim sem þurfa að lifa á henni.

Nú fer líka að styttast í kosningar og atvinnuþref framundan fyrir ráðgjafa og spunakerlingar. Vefþjóðviljinn leggur því til að án frekari tafar verði Jóhann Hauksson, Einar Karl Haraldsson, Kristján Guy Brussels, Elías tussufíni,  Huginn Þorsteinsson, Indriði H. Þorláksson og Sigríður Dögg Auðunsdóttir ráðiní embætti sjö fisksala ríkisins. Án þess að vilja leggja frekari línur um hvernig hið opinbera færi að því að hækka verð á íslenskum fiski um veröldina blasir þó við að Huginn og Indriði taki að sér að setja Bretum og Hollendingum afarkosti vilji þeir kaupa íslenskan fisk. 

Þannig er tryggt að þjóðin njóti eðlilegs arðs af auðlindinni.