Þriðjudagur 17. apríl 2012

Vefþjóðviljinn 108. tbl. 16. árg.

Borgarstjórn Reykjavíkur mun á dögunum hafa efnt til kosningar um nokkra útgjaldaliði í hverfum borgarinnar. (A) Mála yfir veggjakrot á rafmagnskassa á Frakkastíg. (B) Hreinsa glerbrot  og uppsölu næturinnar af Austurvelli snemma næsta morgun eða bara eftir helgina. © Þvo Birni Val með grænsápu um munninn. 

Lítill hluti borgarbúa tók þátt í þessari tilraun eða um 8%.

Kannski kom svo takmörkuð þátttaka ekki á óvart því kosningin var kynnt með þeim orðum að borgarbúar fengju þarna tækifæri að ráðstafa eigin fjármunum. Það var ofmælt.

Hvergi var boðið upp á möguleikann að kjósa burt útgjöld, lækka skatta eða greiða skuldir. 

Það er vart hægt að halda því fram að menn geti ráðstafað eigin fjármunum þegar kosið er um hvort 100 þúsund kall eigi að fara í að mála sundlaugarbakka eða girðingu en svo hafa menn ekkert um það að segja hvort borgin leggur 500 milljónir á ári í 35 ár í hrunhöllina.