Vefþjóðviljinn 104. tbl. 16. árg.
Vefþjóðviljanum kom ekki á óvart að sjá Ábyrgðarkver Gunnlaugs Jónssonar klífa hátt á metsölulista bókaverslana Eymundsson. Engin bók hefur fengið jafn góðar viðtökur í Bóksölu Andríkis á fyrstu dögum í sölu og Ábyrgðarkverið.
Til að vera ekki eftirbátur annarra bókaverslana birtir Bóksala Andríkis hér metsölulista sinn fyrir fyrstu vikurnar í apríl. Honum við hlið er svo listinn frá Eymundsson.
Eins og sjá má býður Bóksala Andríkis bæði Icesave-samningana, Þjóð í hafti og Svartbók kommúnismans í stað Hungurleikanna sem prýða listann frá Eymundsson. Tilraunir til að hneppa menn í ánauð höfða til viðskiptavina beggja verslana.
Ábyrgðarkverið kostar kr. 2990 í Bóksölu Andríkis og er heimsending innanlands innifalin í verði en við pantanir til útlanda bætast kr. 900.
Bæði er hægt að greiða með millifærslu og kreditkortum.