Helgarsprokið 1. apríl 2012

Vefþjóðviljinn 92. tbl. 16. árg.

Friedrich August Hayek.
Friedrich August Hayek.

Þrátt fyrir það sem sagt var í pistli gærdagsins er það vitanlega ekki skoðun Vefþjóðviljans að ríkisseðlabankar séu slæmir vegna tiltekinna manna sem starfa þar. Hugmyndin um stjórn ríkisins á peningamálum er slæm í sjálfri sér.

Í mars voru liðin 20 ár frá andláti F. A. Hayeks. Á blogginu Coordination Problem var að því tilefni lýst eftir góðum tilvitnunum í Hayek. Ein tilvitnunin var eftirfarandi úr einni af bókum hans The Fatal Conceit: The Errors of Socialism bls. 103-4:

Under government patronage the monetary system has grown to great complexity, but so little private experimentation and selection among alternative means has ever been permitted that we still do not quite know what good money could be–or how good it could be. Nor is such interference and monopoly a recent creation: it occurred almost as soon as coinage was adopted as a generally accepted medium of exchange. Though an indispensable requirement for the functioning of an extensive order of cooperation of free people, money has almost from its first appearance been so shamelessly abused by governments that it has become the prime source of disturbance of all self-ordering processes in the extended order of human cooperation. The history of government management of money has, except for a few short happy periods, been one of incessant fraud and deception. In this respect, governments have proven far more immoral than any private agency supplying distinct kinds of money in competition possibly could have been.

Það er vissulega sorglegt að einkaaðilar hafi í raun aldrei fengið að spreyta sig á útgáfu gjaldmiðla á Vesturlöndum. Og eins og Hayek segir er ekki nóg með að menn hafi neitað sér um þá samkeppni og þróun sem henni fylgir heldur hefur ríkisvaldið misnotað þetta einokunarvald sitt með skammarlegum hætti.

Valdið til að lækka vexti og auka framboð á lánsfé „til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast“ hefur getið af sér hverja bóluna á fætur annarri.