Vefþjóðviljinn 71. tbl. 16. árg.
Auglýsingarnar þrjár sem Andríki birti um mánaðamótin í dagblöðunum hafa verið soðnar niður í vefvæna stærð svo menn geti smellt þeim á Facebook og víðar þar sem þörf krefur í umræðunni um „frjálshyggjuárin“ fyrir hrun. Hið sama gildir um auglýsingu frá árinu 2009 sem sýnir nöfn helstu reglna um fjármálastarfsemi sem í gildi voru við fall bankanna haustið 2008. Nálgast má vefvænu útgáfurnar með því að smella á auglýsingarnar hér að neðan.
Auglýsingar þessar eru unnar í sjálfboðavinnu. Kostnaður við birtingu þeirra er greiddur með framlögum lesenda Vefþjóðviljans. Hafi þeir þökk fyrir örlæti sitt og trygglyndi, margir frá því á síðustu öld. Þeir sem vilja bætast í þann góða hóp geta gert það með mjög einföldum hætti hér.