Fimmtudagur 24. nóvember 2011

Vefþjóðviljinn 328. tbl. 15. árg.

Viðskiptavog Seðlabanka Íslands.
Viðskiptavog Seðlabanka Íslands.

Stuðningsmenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu hafa lengi haldið því fram að evran sé helsta mynt Íslendinga í viðskiptum við útlönd. Því til staðfestingar er bent á svonefnda viðskiptavog Seðlabanka Íslands sem sýnir evrusvæðið með um 40% hlut í inn- og útflutningi. Evran hefur þar með algera yfirburði sem utanríkisviðskiptamynt Íslendinga. Efri kakan hér til hliðar sýnir þessa stöðu.

Vefþjóðviljinn fékk hins vegar um það ábendingu á dögunum að ekki væri allt sem sýndist í þessum efnum. Nokkrar forsendur í viðskiptavoginni eru umdeilanlegar.

Endurmetin viðskiptavog.
Endurmetin viðskiptavog.

Útflutt ál er nú skráð á evrusvæðið en selt í US$.

Innflutt súrál er fært á útflutningsland en uppgjörsmynt er US$.

Eldsneyti er skráð á útflutningsland en US$ er uppgjörsmynt.

Sjávarafurðir sem skráðar eru til Austur-Evrópu og Asíu (utan Japan) eru gerðar upp í US$.

 Þegar þessum vafasömu forsendum seðlabankans er snúið Bandaríkjadal í hag breytist viðskiptavogin mjög hratt því þetta eru allt mikilvægir þættir í utanríkisviðskiptum Íslendinga.

Þá gæti endurmetin viðskiptavog litið út líkt og neðri kakan sýnir. Bandaríkjadalur er á pari við evruna í utanríkisviðskiptum Íslendinga.

Ef menn tækju útflutningstekjur sérstaklega fyrir með sama hætti myndi vægi Bandaríkjadals í útflutningi Íslendinga vera 37% en evru 27%.