Þriðjudagur 15. nóvember 2011

Hér er umhugsunarverð umfjöllun CBS um fólkið sem er að taka sér sífellt meiri völd til að hafa eftirlit með öðrum, ekki síst fjármálastarfsemi.

http://cnettv.cnet.com/av/video/cbsnews/atlantis2/cbsnews_player_embed.swf

Blasir ekki við öllum sem horfa á þetta hve mikilvægt það er að takmarka vald þessa fólks og fækka þeim sviðum það sem það getur beitt áhrifum sínum til að hafa áhrif á verðmæti fyrirtækja, fasteigna, landssvæða og auðlinda?

Það má vel vera að þetta fólk, sem starfar í stjórnmálum, þykist vera að setja upp sjálfstæðar og faglegar ríkisstofnanir til að hafa umsjón og eftirlit með málum. En ekki er víst að fyrrverandi forstjórar eða stjórn Bankasýslu ríkisins gefi mikið fyrir slíka stefnu. Þegar upp er staðið bera stjórnmálamenn ábyrgð á slíkum stofnunum og slíkri ábyrgð fylgja áhrif.