Vefþjóðviljinn 319. tbl. 15. árg.
Á vef Vegagerðar ríkisins má skoða nokkrar vefmyndavélar við veginn um Víkurskarð.
Alþingi ætlar að grafa sig í gegnum Vaðlaheiði til að menn þurfi ekki að aka Víkurskarðið framvegis. Það mun spara mönnum 11 mínútna akstur og kosta 11 milljarða króna, samkvæmt áætlun.
Er það ásamt tónlistarhúsinu, björgun tryggingarfélaga, fjölda fjármálafyrirtækja og lánveitenda sveitarfélaga og aðlögun að ESB liður í sparnaðaráætlun velferðarstjórnarinnar og AGS.
Vefþjóðviljinn heitir veglegum verðlaunum þeim fyrsta sem tekst að sækja mynd af þessum vef vegagerðarinnar þar sem sjá má ökutæki á ferð í Víkurskarði. Í boði er útprentað eintak af Veginum og lífinu eftir Lao Tse.
Eða eins og Tse segir:
Stóru landi þarf að stjórna, eins og maður steikir litla fiska.