B irgir Tjörvi Pétursson lögmaður ritaði grein í Morgunblaðið í síðustu viku þar sem hann benti á að til viðbótar við allan efnhagslega skaðann sem gjaldeyrishöftin valda eru þau einnig að skapa glundroða í réttarkerfinu. Í nóvember 2008 samþykkti Alþingi breytingu á lögum um gjaldeyrismál nr. 87/1992 þar sem Seðlabankanum var veitt heimild til að setja reglur og innleiða gjaldeyrishöft að fengnu samþykki viðskiptaráðherra. Birgir Tjörvi bendir á að engar viðurlagaheimildir voru lögfestar samhliða.
Í nóvember 2008 samþykkti Alþingi breytingu á lögum um gjaldeyrismál nr. 87/1992 þar sem Seðlabankanum var veitt heimild til að setja reglur og innleiða gjaldeyrishöft að fengnu samþykki viðskiptaráðherra. Aftur á móti voru engar viðurlagaheimildir lögfestar samhliða. Í heimildarákvæðinu um höftin, sem nefnt er „ákvæði til bráðabirgða“ segir: „Brot gegn ákvæði þessu varðar stjórnvaldssektum og refsingu.“ Ljóst er að einungis Seðlabankinn og ráðherra geta gerst brotlegir við ákvæðið, sem felur aðeins í sér heimild til þeirra til að setja reglur, en engar sjálfstæðar bannreglur eða verknaðarlýsingar, sem beinast að borgurunum. Þótt orðalagið hefði verið skýrara hefðu refsiheimildirnar samt ekki verið fullnægjandi, þar sem Alþingi er óheimilt að framselja vald til að setja refsireglur til Seðlabankans. |
Það þarf því ekki að undra að ríkisstjórnin hafi lagt á það áherslu að fá ný lög um gjaldeyrishöftin samþykkt. En þótt engar viðurlagaheimildir hafi verið lögfestar haustið 2008 hafa yfirvöld engu að síður staðið í ströngu við rannsóknir á meintum brotum á haftalögunum.
Og skal þá vikið að einum mikilvægasta fleti málsins. Stöðu þeirra sem hafa verið sakaðir um brot á gjaldeyrishaftareglunum, sætt lögreglurannsóknum af því tilefni, jafnvel verið handteknir, sviptir aðgangi að eignum sínum og sumir óhróðri bornir á opinberum vettvangi. Framin hafa verið réttarbrot gagnvart þeim sem í hlut eiga. Í frétt Ríkisútvarpsins frá 16. ágúst síðastliðnum var staðhæft að 19 mál væru til rannsóknar hjá lögreglu vegna meintra brota á gjaldeyrisreglunum. Þar sem engar gildar refsiheimildir eru til staðar, er enginn tilgangur með þessum rannsóknarathöfnum. Þær stefna ekki að lögmætu markmiði og fá ekki staðist. Þrátt fyrir þetta bíða margir á sakamannabekk að ósekju, og hafa sumir gert í langan tíma, á meðan málin liggja hjá rannsakanda, að því er virðist óhreyfð. Er þetta enn alvarlega þar sem stjórnvöldum hefur mátt vera ljóst um alllangt skeið, að ekki er grundvöllur fyrir málarekstrinum. |