Mánudagur 1. ágúst 2011

213. tbl. 15. árg.

Á rið 2005 var frídagur verslunarmanna haldinn mánudaginn fyrsta ágúst. Var þá verslunum lokað víða um land en til mótvægis var í staðinn opnuð önnur verslun, Bóksala Andríkis, og var þannig komið í veg fyrir að hagkerfið stöðvaðist. Síðan eru liðin sex ár og enn hefur verslunarmönnum verið gefið frí. Bóksala Andríkis á því sex ára afmæli í dag og er opin á afmælisdaginn eins og aðra daga.

Þær bækur sem mest hafa selst í Bóksölunni undanfarið eru tvær sem báðar hafa farið hátt á metsölulistum annarra bókabúða í sumar, Rosabaugur yfir Íslandi, eftir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra og Engan þarf að öfunda eftir Barböru Demick, þar sem lýst er ótrúlegum aðstæðum fólks sem varð fyrir því að fæðast í Norður-Kóreu.

Á afmæli sínu hefur Bóksalan oft gert viðskiptavinum sínum sérstök tilboð í hátíðarskyni. Að þessu sinni býður Bóksalan þá fyrri þessara tveggja sláandi bóka á verulegum afmælisafslætti. Næstu tvær vikur fæst Rosabaugur yfir Íslandi í Bóksölu Andríkis á 2499 krónur og er heimsending innanlands innifalin í verðinu eins og alltaf í Bóksölunni. Við erlendar pantanir bætist 900 króna sendingargjald. Er þetta verulegur afsláttur frá hefðbundnu verði, en í efnislegum bókaverslunum kostar bókin um 4000 krónur og menn verða sjálfir að bera hana á bakinu heim.

En hvaða afmælisafslátt fá menn þá af bókinni um Norður-Kóreumennina? Menn fá engan afslátt af henni. Hún er nú þegar seld á 1990 krónur í bóksölunni sem er talsvert undirhefðbundnu bókabúðarverði. Hún er því á samfelldu tilboðsverði.