Miðvikudagur 13. júlí 2011

194. tbl. 15. árg.

D aginn fyrir bankahrun og tveggja ára frostakafla á fasteignamarkaði taldi Þorvaldur Gylfason að lóðir í Vatnsmýrinni væru 70 milljarða króna virði. En þá var Þorvaldur að vísu upptekinn við að sjá hrunið fyrir.

Nú er „flugvallarmálið“ svonefnda aftur til umræðu því Ögmundur Jónasson vill að það verði útkljáð með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hugmynd Ögmundar var borin undir Össur Skarphéðinsson í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.

Þetta er ein af mörgum ágætum hugmyndum innanríkisráðherrans. Við erum báðir lýðræðissinnar og ég hef nú yfirleitt verið á bandi þeirra sem vilja auka rétt fólks til þess að ákveða stórvægilega hluti í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Vitanlega tekur lýðræðissinninn Össur undir hugmyndir um að auka rétt fólks til þess að ákveða stórvægilega hluti þjóðaratkvæðagreiðslu.

Allt nema smámál eins og umsókn um aðild að Evrópusambandinu og tvær smávægilegar tilraunir Alþingis til að veita ríkisábyrgð á skuldum einkabanka sem námu ríflega öllum tekjum ríkisins á einu ári.