Laugardagur 9. júlí 2011

190. tbl. 15. árg.

N orræna velferðarstjórnin hyggst á næstunni láta almenna skattgreiðendur um land allt endurgreiða hluta fjár sem kærulausir lánveitendur lánuðu Álftanesbæ. Hinir kærulausu lánuðu sveitarfélaginu margfalt meira en það getur endurgreitt. Þeim var að auki ljóst að takmarkanir eru á aðfararhæfi eigna sveitarfélaga og bú þeirra verða ekki tekin til gjaldþrotaskipta.

En það eru fleiri reikningar af Álftanesi að fara á rangan viðtakanda. Sveitarstjórnin óskaði á dögunum eftir því að strætisvagnaferðir til og frá bænum yrðu tíðari. Um leið fylgdi ósk um að önnur bæjarfélög sem reka strætó með Álftanesi leggi fram þá fjármuni sem til þarf. Þar á meðal er Hafnarfjörður. Um þessa ósk sagði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í Fréttablaðinu á mánudaginn var:

Hafnfirðingar eru með milljarðalán í vanskilum, eru að skera niður og hagræða á öllum sviðum og með mjög erfiða lausafjárstöðu. Mér finnst það algjörlega galið að leggja til að sveitarfélagið greiði reikninga fyrir aðra,

En sömu flokkar stýra landinu og Hafnarfirði. Meirihluti þeirra samþykkti því að skuldum vafinn Hafnarfjörður niðurgreiði strætisvagnaferðir í önnur sveitarfélög.