Föstudagur 1. apríl 2011

91. tbl. 15. árg.

U pp er kominn ágreiningur í ÁFRAM-hópnum, sem vill að Íslendingar greiði skuldir fallins einkabanka. Stjórnendur hópsins keyptu heilsíðu auglýsingar í öllum blöðunum í morgun. Þar má sá hákarlskjaft vera við það að gleypa ósjálfbjarga Íslendinga. Svona á að fara fyrir okkur ef við segjum NEI.

Eins og sjá má á Facebook síðu hópsins voru margir JÁ-menn mjög ósáttir við svo kjánalegan hræðsluáróður og vildu stöðva birtingu auglýsingarinnar þegar hún var kynnt þeim seint í gærkvöldi. En því miður. Stjórnendur ÁFRAM-hópsins voru búnir að senda auglýsinguna í blöðin áður en hún var kynnt grasrótinni í „grasrótarhópnum“.

Fleirum líkar gagnrýnin á auglýsinguna en auglýsingin sjálf.