Þ
Fréttahaukurinn Jói í Bónus þekkti aðeins einn Íslending sem ætlaði að kjósa um Icesave II í fyrra. Alls mættu 144.231 á kjörstað. |
ær voru ýmsar landsslitaspárnar sem gengu yfir Íslendinga fram til 6. mars á síðasta ári þegar önnur Icesave-ánauðin var felld með 98% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hér má sjá þáverandi viðskiptaráðherra spá því að Ísland verði „Kúba norðursins“ láti þjóðin ekki undan kröfum Breta og Hollendinga.
Meðal þeirra sem voru brúnaþungir yfir því að landsmenn kynnu að hrinda hinum lögvörðu kröfum af höndum sér í almennri atkvæðagreiðslu var fyrrverandi kostunarliðurinn og blaðamaðurinn síkáti Jóhann Hauksson. Honum misbauð einnig að sjálf atkvæðagreiðslan færi fram.
Jóhann Hauksson ritaði um „Niðurlægjandi þjóðaratkvæðagreiðslu“ í DV 25. febrúar 2010: „Ég get sagt Vigdísi [Hauksdóttur] að ég þekki aðeins einn sem ætlar á kjörstað. Öðrum þykir ástæðulaust að láta forsetann, Vigdísi og Indefence hafa sig að fífli. Sannleikurinn er sá að þessi fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsla í sögu lýðveldisins stefnir í að verða einhver mesta niðurlæging forsetans sem um getur.“
Lesendur geta kynnt sér þessi skrif nánar á slóðinni http://www.dv.is/blogg/johann-hauksson/2010/2/25/maelt-fyrir-fiflalegri-thjodaratkvaedagreidslu/.
En auðvitað eru þessi orð ekki aðeins upplýsandi um Jóhann sjálfan heldur segja þau ágæta sögu um nánasta umhverfi hans. Drjúgur meirihluti kosningabætta manna mætti á kjörstað en blaðamaðurinn þekkti aðeins einn sem ætlaði að mæta. Í hvaða heimi hrærast svona menn?
Fór þessi eini sem Jóhann þekkti á kjörstað eða sat hann heima að áeggjan Jóhanns og ríkisstjórnarinnar?