Í dag eða næstu daga verða kynntar nýjar upplýsingar um stöðuna í eignasafni gamla Landsbankans. Þar verður að líkindum upplýst að staðan sé enn betri en áður var talið. Það er fagnaðarefni. Aukin verðmæti í eignasafninu minnka líkurnar á dómsmáli vegna Icesave. Varla fara Bretar og Hollendingar í málarekstur við íslenska skattgreiðendur ef þeir fá allt sitt endurgreitt úr eignasafni Landsbankans.
Þeir sem hafa haft áhyggjur af dómstólaleiðinni ógurlegu geta því andað léttar og hiklaust valið nei 9. apríl.
F
Kostun og gallar árið 2007. Kostaður háskólaprófessor skrifaði lof um bankana sem borguðu. Nú vill hann að ríkið, sem hann átti að heita í vinnu fyrir, bæti tapið af rekstri hinna „impressive“ og „strong“ banka. Frétt úr Markaði Fréttablaðsins 21. febrúar 2007. |
riðrik Már Baldursson prófessor við HR upplýsti landsmenn um það í hádegisfréttum RÚV í gær að gengisáhætta í Icesave III væri ofmetin. „Mér finnst kannski fullmikið gert úr því. Raungengi krónunnar er mjög lágt, langt undir langtímameðaltali núna. það er erfitt að sjá fyrir sér að það veikist mikið til langframa að minnsta kosti,“ segir Friðrik.
Finnst Friðriki Má hann ekki þegar hafa fengið nægan heiður af hruni bankanna?
Friðrik varð Kaupþingsprófessor við HÍ vorið 2007. Samningur um það milli bankans og háskólans var auðvitað ótímabundinn enda ástæðulaust að gera ráð fyrir áhættu í fjármálum.
Haustið sama ár skrifaði Friðrik Már ásamt Richard Portes lofgjörð um íslensku bankana þar sem þeir fögnuðu víðtækri innlánssöfnun bankanna, töldu hneyksli að markaðurinn mæti íslensku bankana áhættumeiri en aðra banka og fullyrtu bankana hafa útrýmt krosseignatengslum.
Áfram má vitna í skýrsluna sem gefin var út á útrásaríslenskunni: „The resilience and responsiveness of the banking sector have been impressive. Yet in the current financial turmoil, is that enough? Despite their strong performance, Icelandic banks still have lower ratings than their Nordic peers, and a much higher risk premium is currently placed on their debt. We see no justification for this in their risk exposure. This suggests that either the markets are not fully aware of their situation, or that markets place a country premium on the banks.“
Friðrik Már og Portes vissu betur en markaðurinn. Markaðurinn gerði sér bara ekki grein fyrir góðri stöðu bankanna. Friðrik Már og Portes voru í hagfræði en markaðurinn kannski bara í landafræði.
Snemma árs 2010 studdi Friðrik Már svo Icesave II með þeim orðum að ríkissjóður myndi að öðrum kosti eiga erfitt með að fá lán á næstu árum. Einhver hefði nú talið þetta rökstuðning gegn Icesave II en ekki Friðrik Már.
Eiga Íslendingar svo að treysta spádómum Friðriks Más um gengi krónunnar til ársins 2046?