Niðurstaðan í Icesave-málinu er ekki góð, en Íslendingar voru komnir út í horn og áttu ekki annan kost í þröngri stöðu en að semja – eins blóðugt og það er. Með því að niðurstaða er fengin gagnvart Bretum og Hollendingum er kannski von til þess að fyrirstöðum fækki í alþjóðasamfélaginu og fara megi að einbeita sér að því að koma íslensku efnahagslífi í gang. |
-Leiðari Morgunblaðsins í ritstjórnartíð Ólafs Þ. Stephensen um fyrstu útgáfu Icesave-samninganna 6. júní 2009. |
Það er nauðsynlegt til að stuðla að farsælum lyktum Icesave-málsins, til að greiða fyrir umsókninni um aðild að ESB og til að endurreisa traust viðskiptalífsins erlendis. |
– Leiðari Morgunblaðsins í ritstjórnartíð Ólafs Þ. Stephensen 12. september 2009. |
Þ að er sérstakt til þess að hugsa að fyrrverandi formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hafi verið einn helsti stuðningsmaður ríkisstjórnar Samfylkingar og VG í hennar stærstu málum frá því hún var mynduð snemma árs 2009.
Ólafur Þ. Stephensen var ritstjóri Morgunblaðsins á fyrstu átta mánuðum stjórnarinnar. Þá studdi blaðið aðildarumsókn ríkisstjórnarinnar að ESB og gerði í besta falli litlar athugasemdir við tilraunir hennar til að hlaða Icesave klyfjunum á landsmenn. Í meginatriðum var Morgunblaðið sammála Steimgrími og Jóhönnu um Icesave-samninga Svavars og Indriða: Niðurstaðan er ekki góð en sú skásta sem í boði er. Við verðum að láta okkur hafa það.
Ef Morgunblaðið hefði ekki brugðist svo hrapalega er óvíst að ríkisstjórnin hefði komist svo langt sem raun bar vitni í Icesave málinu á árinu 2009. Árinu lauk með því að þingmenn stjórnarflokkanna samþykktu að hneppa Íslendingar í Icesave-ánauðina. Með stuðningi Morgunblaðsins voru allir stærstu fjölmiðlar landsins á bandi ríkisstjórnarinnar; RÚV, Fréttablaðið og Morgunblaðið. Þetta var á þeim tíma sem Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hlaut verðlaun Blaðamannafélagsins fyrir fréttir í Morgunblaðinu. Þessum stuðningi Morgunblaðsins við Icesave/ESB brölt ríkisstjórnarinnar lauk ekki fyrr en Ólafi var sagt upp störfum á blaðinu í september 2009.
Nokkrum mánuðum síðar var Ólafur gerður að ritstjóra Fréttablaðsins. Þar heldur hann uppteknum hætti. Blaðið er fylgjandi því að Íslendingar greiði skuldir einkabanka og gangi að því búnu í ríkjasambandið sem kúgað hefur þá til þess arna. Þetta kemur auðvitað beint fram í leiðurum blaðsins en einnig í hlutdrægum fréttaflutningi af öllu sem snertir Icesave og ESB.
R íkissjónvarpið sýndi í gær þátt um sögu olíuiðnaðar. Þar var fullyrt að Standard Oil hefði beinlínis „ákveðið verð“ á olíu frá degi til dags í árdaga iðnaðarins. Það hengdi bara út skilti með verðinu, sagði einn viðmælandinn í þættinum.
Þetta er óvænt viðurkenning fyrir Standard Oil og John D. Rockefeller helsta eiganda félagsins. Vefþjóðviljinn sagði fyrir nokkrum árum frá Standard Oil með þessum orðum
![]() En hvað með neytendur? Sátu þeir ekki eftir með sárt ennið þegar Standard Oil „hrifsaði“ til sín æ stærri hluta markaðarins? Árið 1869 kostaði gallon af steinolíu 30 cent en 7,4 cent árið 1890 og 5,9 cent árið 1897. Ástæðan fyrir því að Standard Oil stækkaði svo ört var ekki síst geta fyrirtækisins til að bjóða betur en keppinautarnir. Sú geta kom ekki af sjálfu sér og var ekki fengin með sérleyfum eða annarri opinberri fyrirgreiðslu heldur útsjónarsemi á opnum markaði í keppni við ótal aðra þátttakendur. Neytendur fengu meiri og betri olíu á lægra verði. Þegar dómur [um einokunartilburði] féll í máli fyrirtækisins árið 1911 hafði markaðshlutdeild þess í olíuhreinsun þegar fallið niður í 64% og að minnsta kosti 147 olíuhreinsunarstöðvar kepptu við það. |
Fyrirtækið sem „ákvað verðið“ lækkaði verðið sem sagt jafnt og þétt. Rausnarlegur maður Rockefeller.