V efþjóðviljann langar að senda Birgittu Jónsdóttur alþingismanni eftirfarandi erindi.
Á næstunni gæti það mögulega gerst að óvandaður einstaklingur myndi brjóta sér leið í tölvu þína og afrita öll tölvupóstsamskipti þín undanfarin ár. Að því búnu myndi hann senda Vefþjóðviljanum afrit af öllu klabbinu með skilaboðum um hvað þarna væri á ferðinni og að gera sér gott af því.
1. Myndir þú áfellast Vefþjóðviljann fyrir að taka ekki við póstinum?
2. Væri Vefþjóðviljinn að bregðast „upplýsingafrelsi“ með því að skila póstinum til réttmæts eiganda?
3. Ætti Vefþjóðviljinn sem fjölmiðill og þar með „fulltrúi almennings“ að pæla í gegnum póstinn til að meta hvort hann eigi „erindi við almenning?“
4. Teldir þú Vefþjóðviljann vera með leyndarhyggju og pukur ef hann birti ekki póstinn?
5. Myndir þú ráðleggja Vefþjóðviljanum að birta póstinn í einu lagi eða skipta honum í nokkra bitastæða hluta til að hámarka athyglina sem fengist af birtingunni?