Já. |
– Jón Gnarr, spurður að því í blaðaviðtali fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar hvort hann vilji lækka útsvarið. |
F yrir borgarstjórnarkosningarnar í vor spurði Monitor, fylgiblað Morgunblaðsins á fimmtudögum efsta mann allra framboðslista ýmissa spurninga um borgarmál. Spurt var um atvinnumál, miðborgina og svo framvegis. Ein spurningin hvar hvort menn vildu lækka útsvarið. Flestir fundu því eitthvað til foráttu en einn frambjóðandi talaði þó vafningalaust. Efsti maður Besta flokksins svaraði hreint út með einu orði: „Já“.
Síðan eru liðnir fimm mánuðir og nú ætla borgaryfirvöld að hækka útsvarið upp í hæsta leyfða hámark auk hækkunar annarra gjalda sem þau innheimta af borgarbúum. Enginn fjölmiðill rifjar upp þetta fimm mánaða gamla svar núverandi borgarstjóra, sem kannski er skiljanlegt því þeir fengju sennilega ekki annað en blaður um að hann vildi sko lækka útsvarið en það væri bara ekki hægt.
En fjölmiðlar segja þó samfelldar fréttir af Jóni. Þær fá þeir með því að lesa heimasíðu hans sem geymir upplýsingar um hvernig honum gengur að hætta að reykja, nýtt tattú og sýkingu í framhaldi af sama tattúi.
Þetta aðhald sem fjölmiðlar sýna þessum einum helsta valdamanni landsins er til marks um það hversu mikið fjölmiðlar hafa lært af framgöngu sinni árin fyrir bankaþrot, en segja má að hún komist samandregin fyrir í ógleymanlegu frammígripi hneykslaðs Sigmars Guðmundssonar: „Bíddu, af hverju segirðu óreiðumanna?“