Ó
Á „niðurskurðartímum“ segjast þingmenn hafa meira en hálfan milljarð aflögu til að setja í þessa hít, þetta árið. |
lína Þorvarðardóttir lagði til í gær að Þjóðmenningarhúsinu yrði lokað tímabundið, til að spara peninga en minnka í staðinn niðurskurð sjúkrahúsa á landsbyggðinni. Menningin væri ekki mikilvægari en mannslíf.
Hún var þá spurð um nokkrar aðrar menningarstofnanir og hvort sama gilti þá ekki þar. Nei, ekki taldi hún það.
Það vill því svo skemmtilega til, að eina menningarstofnunin sem Ólína Þorvarðardóttur telur rétt að loka, er sú sem nú stýrir einn fyrrverandi forystumaður í Sjálfstæðisflokknum, Markús Örn Antonsson. Sama Ólína greiddi atkvæði með því að fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir Haarde, yrði dreginn fyrir landsdóm, en gegn því að fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar færi sömu leið.
En vitanlega er sjálfsagt að skera niður opinber útgjöld til menningarmála. Þannig blasir við að skera úr fjárlagafrumvarpinu rúmlega hálfan milljarð króna sem ætlaður er til að halda áfram byggingu tónlistarhallar við Reykjavíkurhöfn, og með miklum ólíkindum ef slíku bruðli verður haldið áfram á sama tíma og sjúkrahús víðast hvar á landinu eru í raun lögð niður sem sjúkrahús. Hvers vegna leggja menningarmenn ekki til að opnun hússins verði frestað um sinn, ef það mætti verða til þess að komist yrði hjá því að loka sjúkrahúsi?
Og þegar búið er á því augljósa, að spara meira en hálfa milljarðinn sem setja á tónlistarhöllina þennan veturinn, þá hljóta menn að sjálfsögðu að spara á öðrum stöðum, bæði í menningarstarfsemi og annars staðar. Þjóðmenningarhúsið og aðrar stofnanir að sjálfsögðu ekki undanskildar.
Ef að farið verður að tillögu Ólínu og Þjóðmenningarhúsinu einu lokað, þá er það auðvitað einn áfanginn enn í kynjaðri hagstjórn vinstrigrænna. Tæplega 90% fastra starfsmanna hússins eru konur.