Þriðjudagur 21. september 2010

264. tbl. 14. árg.

H in einstaklingsmiðaða skjaldborg heldur sigurför sinni áfram. Jóhanna Sigurðardóttir uppgötvaði til að mynda í gær að léti hún Atlanefndina ekki stranda á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur gæti hún sjálf allt eins orðið næst. Þess vegna er Ingibjörg Sólrún nú orðin persónuleg skjaldborg Jóhönnu og gott ef Össur hefur ekki áttað sig á þessu líka.

Besti vinstriflokkurinn hefur einnig tileinkað sér skjaldborgarfræðin. Hann hefur því ákveðið að hækka launin við Hjálmar Sveinsson og fleiri varaborgarfulltrúa en bæði borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar voru lækkaðir í launum á síðasta ári. Einar Örn Benediktsson borgarfulltrúi Besta vinstriflokksins færði rök fyrir þessari hækkun í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.

EÖB: Þetta er ekki hækkun. Launin, semsagt að varaborgarfulltrúar voru í raun ekki á launum. Varaborgarfulltrúar hafa verið á launum svo áratugum skiptir og það er mikil hefð fyrir því að fyrsti varaborgarfulltrúi sé á 70% launum. Í desember 2009 er þetta tekið af með hliðsjón til þess að það ætti að endurskoða allt launakerfi borgarfulltrúa. Og það var ekki gert. Og núna er við upphaf nýs kjörtímabil hengur þetta í lausu lofti. Og við bara færðum til baka þessa ákvörðun þannig að fyrstu varaborgarfulltrúar eru að fá laun eins og þeir hafa fengið undanfarna áratugi. Þannig að það er ekki verið að hækka nein laun. Þeir eru á sömu launum og fyrir þannig að þetta er engin launahækkun. Þeir eru að fá borgað fyrir vinnuna sína. Það er ekkert óeðlilegt að borga mönnum fyrir vinnuna sína.

Það er tekið sem dæmi að Páll Hjaltason sé að hækka í launum. Hann er formaður skipulagsráðs og það er sannarlega mjög mikil vinna á bakvið það. Á hann ekki að fá borgað fyrir hana?

Útvarpsmaður: Eitthvað hlýtur hann að fá borgað fyrir hana?

Það er ekki í, það er miðað við þá vinnu sem hann vinnur er hann ekki að fá alveg, þá er hann ekki að fá nóg fyrir hana, miðað við þann tíma sem settur er inn. Við erum að setja aftur á kerfi sem var tekið af í desember 2009 sem að átti síðan að endurskoða öll laun borgarfulltrúa og það hefur ekki verið gert. Þeir eru bara útundan.

Útvarpsmaður:Voru það bara varaborgarfulltrúar sem lækkuðu [í desember 2009]?

EÖB: Það tóku allir á sig launaskerðingu.

Útvarpsmaður: En eru það þá bara þeir sem eru hækkaðir?

EÖB: Nei hlustaðu þetta er ekki hækkun. Þeir eru bara að fá laun sem fyrstu varaborgarfulltrúar eins og áður. Þetta átti allt að fara í endurskoðun og var ekki gert. Þannig að fyrri meirihluti er að láta okkur fá eitthvað sem þeir hefðu átt sjálfir að vera búnir að gera. Og það er ekki í fyrsta sinn.

Útvarpsmaður: Fulltrúi starfmannafélags borgarinnar segir þessa hækkun gefa ákveðin skilab…

EÖB: (öskrandi): Þetta er ekki hækkun. Þetta er ekki hækkun. Við skulum hætta að tala…

EÖB: Kannski eitt í viðbót, flestar hliðar hafa tvær, eða flestar hliðar hafa tvær hliðar ekki satt? Einhliða málflutningur af okkar bókun í þessu hún kom hvergi fram í gær til dæmis í fréttum RÚV. Er það góður fréttaflutningur?

Það er bara eitt sem Vefþjóðviljinn skilur ekki í þessu. Hvað ætlar Einar Örn Benediktsson að gera fyrir Pál Hjaltason formann skipulagsráðs sem „er ekki að fá ekki nóg“ fyrir vinnuna sína?

Það er svo beinlínis rangt hjá Einari að 1. varaborgarfulltrúar hafi verið á 70% launum um áratuga skeið. Það stóð aðeins í nokkur ár og var afnumið á síðasta ári.