Í slenskir femínistar hafa gengið til liðs við þá trúarhópa sem vilja að stjórnvöld ákveði hvaða líkamshluta fólk hylur. Og nú hefur meirihluti Alþingis einnig gert það og mælir fyrir um lágmarksklæðnað á skemmtistöðum. Það er nefnilega ekki alveg ný hugmynd að klæðaburði sé skipað með lögum. Halla Gunnarsdóttir hefur kannski áttað sig á nauðsyn slíkra laga þegar hún sá myndina af sér í vegabréfsárituninni til Írans. Í Íran rannsakaði Halla hag kvenna og komst að merkri niðurstöðu í ritgerð sinni í sjálfum alþjóðasamskiptunum. Þetta upplýsti hún um árið í Morgunblaðinu þegar hún starfaði þar sem blaðamaður og starfsmenn blaðsins tóku þátt í átakinu verslum í heimabyggð.
Það er stigs munur en ekki eðlismunur á því hvernig konur í Íran hafa það og hvernig konur á Íslandi hafa það |
Nú væri fengur að því að fá annað viðtal við Höllu þar sem hún væri spurð að því hvort sú réttarbót sem felst í banni við nekt á skemmtistöðum geri ekki þennan stigsmun sem var á hag kvenna í Íran og Íslandi að engu.