172. tbl. 14. árg.
Þ egar úrslit sveitarstjórnarkosninga á dögunum lágu fyrir fagnaði Jóhanna Sigurðardóttir góðu gengi S-lista Samfylkingarinnar um landið með því að vísa í niðurstöðurnar á Dalvík þar sem J-listinn hafði naumlega hlotið meiri hluta bæjarfulltrúa.
Að bragði sendu forsvarsmenn J-listans frá sér tilkynningu:
Vegna misskilnings sem fram hefur komið hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, í umfjöllun um kosningaúrslit viljum við að eftirfarandi komi fram: J-listinn – óháð framboð í Dalvíkurbyggð, er ekki borinn fram af neinum stjórnmálaflokki. Að listanum standa eingöngu einstaklingar sem eiga það sameiginlegt að vilja vinna sem best að hagsmunum Dalvíkurbyggðar hvar í flokki sem þeir standa. Trúnaður listans er því eingöngu við íbúa Dalvíkurbyggðar. |
Og ekki nóg með það. Kjörstjórn fór yfir atkvæðaseðla að nýju í síðustu viku og við það missti J-listi ekki-Jóhönnu meirihluta sinn.
Hér hlýtur að vera um einhvers konar met að ræða. Ég fagna því að liðið mitt – nei við erum ekki liðið þitt – var að vinna stórsigur – nei það tapaði reyndar.