H anna Birna Kristjánsdóttir hefur þegið boð tveggja vinstri flokka í borgarstjórn, stóra vinstri flokksins og flokks sameinaðra vinstri manna, um að gerast forseti borgarstjórnar. Er það gert í nafni nýjasta tískufyrirbærisins í stjórnmálum, sem hér áður fyrr var nefnt samtrygging flokkanna.
Það hefur hins vegar verið talsvert rætt um það undanfarið að ekki hafi verið nægilega gagnrýnin umræða í íslensku þjóðfélagi árin fyrir hrun bankanna, menn hafi bara fylgt straumnum og flotið sofandi að feigðarósi.
Stjórnarandstaða hefur merkilegu hlutverki að gegna. Hlutverk hennar er ekki aðeins að veita stjórnarmeirihluta aðhald heldur einnig að upplýsa almenning um það sem stjórnin er að bauka. Á þessu á helst ekki að skipta og embætti fundarstjóra.
E gill Helgason, ríkisblaðamaður, skrifar á vef sinn í dag í þúsundasta sinn að „Icesave fari ekkert“. Og hvað? Hvað eiga Íslendingar að gera við því að Evrópusambandið er haldið þeim ranghugmyndum að íslenskir skattgreiðendur eigi að bera hallan af viðskiptaævintýrum einkabanka og sparifjáreigenda sem tóku þá áhættu að treysta gylliboðum hans?
Það má vera rétt að Icesave málið fari ekki úr kollinum á skriffinnum ESB næstu árin. En það er sömuleiðis staðreynd að Icesave málið kemur ekki heldur nema íslensk stjórnvöld óski eftir því. Nú eða aðilar málsins láti á það reyna fyrir dómstólum.
Helstu rök Egils fyrir því að Íslendingar eigi að lyppast niður í Icesave málinu er að það sé þreytandi. „Verður samfélagið aftur undirlagt af Icesave“, spyr maðurinn vondaufur.
Þessi þreyta Egils minnir á það þegar hann var við það að örmagnast vegna Baugsmálanna svonefndu en árið 2005 komu fram ákærur á hendur forsvarsmönnum þess fyrirtækis. Egill taldi það mál allt saman mjög þreytandi. Á meðan var Jóhanna Sigurðardóttir upptekin í þinginu að spyrja um hvað sú málsókn ætti eiginlega að kosta.