Föstudagur 2. apríl 2010

92. tbl. 14. árg.

H eilbrigðismál hafa verið í brennidepli í bandarískum stjórnmálum að undanförnu. Obama forseti hefur verið á ferð með frumvarp um talsverðar breytingar i þeim efnum í gegnum báðar deildir þingsins. Hér var vitnað til viðtals við Gary Becker í The Wall Street Journal í gær. Blaðið innti Becker einnig eftir áliti hans á nýjum lögum og heilbrigðismál þar vestra

Heilbrigðiskerfið hér í Bandaríkjunum ansi gott þótt á því megi finna nokkra veikleika. Þessi lagabálkur bætir ekki úr þeim göllum. Hann bætir hins vegar við sköttum og reglum. Hann mun auka kostnað við heilbrigðiskerfið, ekki koma böndum á hann.

Það væri hægur vandi að leggja fram gott frumvarp. Sparireikninga sem nýta mætti til greiðslu lækniskostnaðar mætti efla. Neytendur ættu að hafa rétt til að kaupa heilsutryggingar utan síns ríkis sem myndi auka samkeppni milli tryggingarfélaga. Rétturinn til að draga heilbrigðiskostnað frá skatti mætti víkka út frá fyrirtækjum til einstaklinga, sem gerði öllum neytendum mögulegt að nýta þennan möguleika. Setja hefði þurf að hvata í kerfið svo fólk greiddi aukinn hluta heilbrigðiskostnaðar úr eigin vasa.

Becker vekur svo athygli á merkilegri staðreynd um bandarísk heilbrigðismál

Við Bandaríkjamenn verjum um 17% af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála en aðeins 12% af þessu er greitt beint af notendum þjónustunnar. Svisslendingar eyða 11% landsframleiðslunnar í heilbrigðismál en 31% er greitt beint af notendum. Munurinn á 12% og 31% er mikill. Þegar fólk þarf að greiða beint úr eigin vasa fyrir þjónustuna skoðar það hvaða kostir eru í boði. Þar með fara markaðsöflin að virka. Góð lög um heilbrigðismál myndu ýta undir þetta.