Þ egar ráðherrar funduðu um vanda bankanna var það sameiginlegur skilningur allra, að sumum ráðherrum væri ekki treystandi fyrir viðkvæmum upplýsingum. Á dögunum bárust fréttir þess efnis að formaður íslensku Icesave-samninganefndarinnar, Svavar Gestsson, hafi beðið breska viðmælendur sína að senda viðkvæmar upplýsingar ekki til yfirboðara íslenskra sendiherra, Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Þær myndu allar leka út. Nú eru ráðherrar bálreiðir út í forseta Íslands fyrir að hafa svikið loforð um að láta þá vita fyrirfram um ákvörðun sína um lagasynjun. Hvers vegna ætli forsetinn hafi gert það? Hann þekkir auðvitað sitt heimafólk.
F lestir virðast sammála um að setja hafi þurfi sérstök lög svo hægt sé að efna til þjóðaratkvæðis um synjun Icesave-laganna. En hvað ef forsetinn synjar þeim lögum staðfestingar?