B laðamaður Fréttablaðsins braust í nótt inn á skrifstofur Indefence hópsins og vann þar nokkur skemmdarverk. Blaðamaðurinn flúði svo af vettvangi en gleymdi kúbeini merktu Fréttablaðinu á staðnum. Í samtali við Fréttablaðið í dag sagði Jón Kaldal ritstjóri Fréttablaðsins að blaðamaður Fréttablaðsins hefði aðeins verið að kanna hvort snerillinn á útidyrahurðinni væri í lagi og hvort húsgöng á skrifstofunni þyldu að vera velt um koll. Talsmenn Indefence tækju þá skýringu Fréttablaðsins góða og gilda. Svo hefði þetta bara verið eitt pínulítið skipti. Fyrirsögn fréttar Fréttablaðsins um málið er að sjálfsögðu „Fréttablaðið tók ekki þátt í meintu innbroti á skrifstofur Indefence. Indefence ber ásökun til baka“ sem er fullkomlega eðlileg fyrirsögn nú þegar játning blaðamannsins og ritstjórans liggur fyrir. Jón Kaldal bíður þess að Indefence biðji sig og blaðamanninn afsökunar.
R étti upp hönd, þeir sem hafa heyrt hvern álitsgjafann af öðrum tíunda að seðlabankinn hafi tapað fé á því að lána fé, sem ekki fæst til baka eftir að bankarnir fóru í þrot. Að veðin hafi ekki verið nógu góð.
Nú barasta allir hreint, en gaman.
Rétti upp hönd, þeir sem hafa heyrt fréttamenn eða álitsgjafa útskýra hvernig neyðarlögin breyttu réttarstöðu seðlabankans og hvernig verðmæti veða bankans breyttist á einni nóttu þegar alþingi setti neyðarlög.
Nú ekki fleiri? Það er alveg magnað, eins og álitsgjafar og fréttamenn leggja mikið upp úr því að seðlabankinn njóti sannmælis.
E nginn álitsgjafanna sem hafa tjáð sig um tap seðlabankans hafa reynt að meta áhrif neyðarlaganna á veðin sem seðlabankinn tók. Enginn.
Og eru þetta ekki að mestu leyti sömu álitsgjafarnir og vildu að seðlabankinn veitti Glitni meiri lán gegn ótraustum veðum dagana fyrir þrot bankanna síðasta haust?
Af þessu máli má alveg draga nokkrar ályktanir.
*Ríkið á ekki að reka seðlabanka.
*Ríkið á ekki að vera lánveitandi til þrautarvara.
*Íslenskir skattgreiðendur geta ekki líka bætt á sig skuldum vegna Icesave.
Þessari umræðu var auðvitað hrundi af stað til að draga athyglina frá Icesave-ánauðinni, hún væri ef til vill ekki merkileg miðað við þetta. En er það nú líklegt að áhuginn á því að bera Icesave byrðarnar aukist þegar búið að er upplýsa fólk um að það eigi líka að bera aðrar klyfjar?