Fimmtudagur 1. október 2009

274. tbl. 13. árg.

H vernig skýrir hugsjónamaðurinn Steingrímur J. Sigfússon stöðuna eiginlega fyrir flokksbræðrum sínum?

Jú sjáiði til, nú vill Samfylkingin að við göngumst undir Icesave-ánauðina. Við hugsjónafólkið í VG og mikill meirihluti þjóðarinnar erum á móti því. En Samfylkingin segir að þetta verði einmitt að gera til þess að Ísland geti haldið áfram í meðferð hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Fátt er okkur í VG meira í nöp við en þessa stofnun í DC sem lét einkavæða niðursuðuverksmiðju í Ekvador á sjöunda áratugnum. En Samfylkingin bendir á að án þessa alls sé ólíklegt að við komumst inn í Evrópusambandið. Við ásamt meirihluta þjóðarinnar höfum alltaf verið og verðum alltaf andvíg inngöngu í ESB.

Ef við föllumst ekki á kröfur Samfylkingarinnar þá getur hún ekki leitað annað um stuðning við lokatakmarkið um að koma Íslandi í ESB. Það er enginn annar flokkur tilbúinn til að aðstoða hana við þetta.

Svo einfalt er þetta.

Við verðum augljóslega að gefa allt eftir gagnvart Samfylkingunni.