Miðvikudagur 1. apríl 2009

91. tbl. 13. árg.
Þekkir þú einhver dæmi þess, að þeir sem eru að bjóða sig fram til kosninga lofi skattahækkunum?
– Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri svarar sjónvarpsfréttamanni um skattahækkanir R-listans.

F yrir borgarstjórnarkosningarnar 1998 sór R-listinn og sárt við lagði að hann myndi ekki hækka skatta á næsta kjörtímabili. Helgi Hjörvar frambjóðandi listans bætti um betur og lýsti því yfir að forgangsverkefni listans yrði „lækkun gjalda á Reykvíkinga“. Eftir kosningar dundu á borgarbúum holræsagjald, hækkanir útsvars og annarra gjalda. Og ekki stóð á skýringum hjá leiðtoga vinstri manna í borginni. Jú það var í góðu lagi að hækka skatta þvert á kosningaloforðin því það væri ekki hefð fyrir því að nefna slík leiðindamál fyrir kosningar. Umræðustjórnmál.

Á fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun spurði Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður fjármálaráðherra um hvort ákvarðanir hefðu verið teknar um skattahækkanir. Fjármálaráðherra svaraði því til að þær yrðu teknar um mitt ár þegar fjárlög næsta árs kæmu til umræðu.

Eftir kosningar krakkar mínir.