Miðvikudagur 12. nóvember 2008

317. tbl. 12. árg.

Þ að er mikið rætt um ábyrgð stjórnmála- og embættismanna þessa dagana. Menn benda ásakandi á einstaka ráðherra og ríkisstjórnir fyrr og nú, þingið eins og það leggur sig, seðlabanka og fjármálaeftirlit.

Ekki ætlar Vefþjóðviljinn að andmæla því að stjórnmála- og embættismenn geti misstigið sig, hann gerir miklu fremur ráð fyrir því.

Og ekki ætlar Vefþjóðviljinn heldur að andmæla því að menn geti farið illa að ráði sínu í einkarekstri. Frjáls markaður væri til lítils gagns ef fyrirtæki fengju ekki að fara á hausinn.

En það er sláandi að bera saman örlög þeirra sem mistókst á markaðnum og hinna sem sagt er að hafi klúðrað stjórn landsins.

Stjórnendur og eigendur bankanna eru allir farnir heim til sín með gríðarlegt persónulegt tap og skuldabagga. Stjórnendur ríkisins sitja allir á sínum stað.

Þetta er einmitt ein af ástæðum þess að Vefþjóðviljinn hallar sér fremur að frjálsum markaði.