| So Iceland and the UK traded blows yesterday. That isnt strictly accurate – this is the big clunking fist of Gordon Brown versus the dignified defensive stance of Geir Haarde, Icelandic prime minister. |
| – Tom Braithwaite fréttaritari Financial Times skrifar frá Reykjavík. |
F lest dagblöð Bretlands bitu á agn Browns og Darlings og lýstu yfir stríði við Íslendinga á forsíðum sínum í gærmorgun. Fjölmiðlar taka ekki alltaf aðhaldshlutverk sitt alvarlega. Eftir lúsarleit íslenskra fjölmiðla fannst aðeins ein gagnrýnisrödd meðal breskra fjölmiðlamanna. Tom Braithwait á Financial Times virðist hafa áttað sig á að eitthvað var bogið við offors Browns og Darlings gegn Íslendingum.
Gordon Brown hélt áfram að slengja fram ótrúlegum hótunum gegn íslensku viðskiptalífi í heild sinn í fyrrakvöld. Hann hótaði meðal annars að láta leggja hald á eignir íslenskra fyrirtækja almennt í Bretlandi og virtist einu gilda hvort þau væru tengd íslensku bönkunum.
| We are freezing the assets of Icelandic companies in the UK where we can. We will take further action against the Icelandic authorities where necessary to recover the money. |
Þetta er galin yfirlýsing frá forsætisráðherra vestræns lýðræðisríkis.