Þriðjudagur 26. ágúst 2008

239. tbl. 12. árg.

M

Buick. árgerð 1962.

argir ergja sig á háu eldsneytisverði um þessar mundir. Það er ekki að ástæðulausu. Nafnverð olíulítrans fimmtánfaldaðist frá því sem það var lægst rétt fyrir aldamótin og þar til það náði hámarki nýlega. Barack Obama forsetaframbjóðandi demókrata vill láta til sín taka í þessum efnum og hefur krafist þess að ríkisstjórn Bandaríkjanna helli 70 milljónum tunna af varabirgðum ríkisins á markaðinn til að „lina þjáningar fjölskyldufólks.“ John McCain keppinautur hans telur mikilvægt að gefa frekari leyfi til olíuvinnslu á hafi og boðar einnig að hanni muni gefa sköttum á eldsneyti frí því landsmenn „þarfnist þess, þarfnist þess mjög sárlega.“ George W. Bush er jú eini stjórnmálamaðurinn sem telur olíu skipta einhverju máli.

Indur Goklany og Jerry Taylor hjá Cato Institute gerðu þróun olíuverðs skil í Los Angeles Times fyrr í ágúst. Þeir benda á að þótt nafnverð og raunverð olíu sé nú í hámarki frá síðari heimsstyrjöld sé ekki öll sagan sögð. Þegar ráðstöfunartekjur meðal mannsins séu bornar saman við olíuverð hafi olíulítrinn verið dýrari á stjórnarárum JFK. Á þeim tíma þóttu stórir bensínhákar sjálfsagðir.