ÞUE kki dettur Vefþjóðviljanum í hug að gagnrýna lögregluna í Skagafirði eða alla þá fagmenn umhverfisgeirans sem gerðu allt sem þeir gátu til að komast hjá því að skjóta ísbjörn númer tvö. En blaðinu leyfist vonandi að láta í ljós þá hógværu von, að þessir mætu menn þurfi ekki að standa frammi fyrir flóknari þrautum en þessum.
mhverfisráðherra æddi norður í land til að fylgjast með því er ísbirninum yrði bjargað með faglegum og yfirveguðum hætti. Hún hefði reyndar getað sleppt ferðalaginu en þá hefði hún hvorki komist á mynd né lagt umhverfinu lið með ferðalögum.
órarinn Eldjárn var valinn borgarlistamaður í gær, og var vel að því kominn, með þeim fyrirvara sem Vefþjóðviljinn þarf varla að taka fram, að blaðið er ekki hlynnt slíkum úthlutunum. En úr því þessi titill er veittur, þá fór vel á því að heiðra Þórarin með þessum hætti.
Þórarinn hefur víða komið við og meðal annars að jafnréttismálum:
Að jafnrétti náist er veruleg von um
því vekur það furðu að enn
er bærinn svo fullur af fallegum konum
sem fengu sér ljóta menn.
(Misrétti)
Og sem verðlaunaskáldi sæmir, sér Þórarinn vel til í nútímanum:
Of lengi
hafði hann alið manninn
þar sem bókvitið
er í kjaftaskana látið
og vissi því ekki
hve mennt er máttlaus
En hitt vissi hann
að samkvæmt samningum
eru próf og titlar
eins og strikamerki
undir augliti skanna
eða debetkort
sem stungið er
í hraðbanka
Það kom honum því verulega á óvart
að lífið sjálft er daglegt
en aldrei faglegt.
(Daglegt líf)
Og þegar Þórarni ofbauð viðtalagleði valdkátra ráðherra, orti hann:
Ég kann ekki við krataflón
sem koma í valdsins hallir.
Þeir mega ekki sjá míkrófón
þá mígleka þeir allir.