Í kjölfar Kárahnjúkavirkjunar er tímabært að Íslendingar skipti um gír, tryggi jafnræði atvinnugreina og byggi skipulega upp atvinnulíf framtíðarinnar þar sem náttúrugæði landsins eru nýtt með sjálfbærum hætti. |
– Fagra Íslands, stefna Samfylkingarinnar í umhverfismálum. |
M egin rök Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra gegn því að leyfa veiðar á nokkrum hrefnum eru að þar sé meiri hagsmunum fórnað fyrir minni. Utanríkisráðherrann á við að öðrum viðskiptum og orðspori Íslendinga sé teflt í tvísýnu með veiðunum. Reynslan af veiðum undanfarinnar ára bendir hins vegar ekki til að sú sé raunin. Viðskiptavinum hvalaskoðunarfyrirtækja fjölgar ár frá ári. Ferðamenn streyma til landsins sem aldrei fyrr.
En hvað varð um náttúruverndarsjónarmiðin úr Fagra Íslandi, sjálfbæra nýtingu og hvað þeir heita allir orðalepparnir um umhverfismálin sem flokkar eins og Samfylkingin flagga fyrir kosningar?
Er ekki sjálfsagt að nýta hrefnuna með sjálfbærum hætti eins og önnur náttúrugæði Íslands? Það væri nær að veiða fleiri en ekki færri hrefnur ef menn hafa sjónarmið um jafnvægi í náttúrunni að leiðarljósi.