Þriðjudagur 1. apríl 2008

92. tbl. 12. árg.
Þrír þingmenn vinstri – grænna hafa lagt fram frumvarp til fjáraukalaga þar sem gert er ráð fyrir að 600 milljónir króna til viðbótar verði veittar til löggæslumála á þessu ári.
– Frétt á Vísi í morgun.

Þ etta er líklega ekki aprílgabbið í ár, þrír þingmenn vinstri grænna hafa lagt fram frumvarp til fjáraukalaga sem gerir ráð fyrir 600 milljónum til viðbótar til lögreglumála. Vinstri grænir eru jafnan fljótir á vettvang með stuðningsyfirlýsingar ef einhver hópur telur sig eiga að fá meira úr ríkissjóði. Þeir styðja hins vegar aldrei að skattgreiðendur haldi meiru eftir af sjálfsaflafé sínu.

Það er eiginlega óþarft að taka það fram að um frumvarp til fjáraukalaga sé að ræða þegar vinstri grænir eru á ferðinni. Þau eiga það öll sammerkt að auka útgjöld ríkisins og álögur á skattgreiðendur.

Vinstri grænir eru stundum sagðir á móti flokkurinn og er vísað til þess að þeir séu stundum á móti málum í þinginu. Þeir eru samt fylgjandi öllum útgjöldum ríkisins og gott betur.