S veinn Aðalsteinsson frambjóðandi og kosningastjóri F-listans í síðustu borgarstjórnarkosningum mætti reiður og sár í Silfur Egils í Ríkissjónvarpinu í gær. Honum misbauð verulega að kjörinn borgarfulltrúi framboðsins hefði myndað nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokki.
Sem kunnugt er bætti F-listinn stöðu sína í ráðum og nefndum borgarinnar verulega þegar hinn nýi meirihluti varð til í síðustu viku. Í fyrri meirihluta hafði Framsóknarflokkurinn til dæmis margfalt sterkari stöðu en F-listinn í nefndum borgarinnar þótt kjörfylgi Framsóknar væri aðeins 6% en F-listans 10%. F-listinn bætti ekki aðeins stöðu sína í nefndum því hann fær sjálfan borgarstjórastólinn fyrri hluta þess tíma sem eftir er kjörtímabilsins. Það þótti kosningastjóra F-listans alveg forkastanlegt ef marka má yfirlýsingar hans í Silfri Egils. Raunar taldi hann þá hugmynd að oddviti framboðslistans – sem hann stýrði kosningabaráttu fyrir – yrði borgarstjóri hlægilega og fáránlega.
En það sem frambjóðanda og kosningastjóra F-listans þótti þó allra verst var að í málefnasamningi hins nýja meirihluta væri 90% komið úr kosningastefnuskrá F-listans. Hvílík vonbrigði fyrir blessaðan manninn.