Mánudagur 24. desember 2007

358. tbl. 11. árg.

H

Yður er í dag frelsari fæddur. Altaristafla Mosfellskirkju í Árnesprófastdæmi, mynd tekin úr þriðja bindi Kirkna Íslands.

vað er það sem lifir og hvers vegna? Það vita menn nú ekki alltaf fyrirfram. Það var ekki lítið fyrirtæki sem voldugasti maður heims, sjálfur keisarinn í Rómaborg, efndi til þegar hann ákvað að láta skrásetja allan heiminn. Þessu hafði enginn tekið upp á áður og ekki nema von að tiltækið vekti athygli og yrði lengi munað. En að það yrði munað tvöþúsund árum síðar er sennilega jafnvel meiri frægð en sjálfur Ágústus hefði látið sig dreyma um. Og þó Kýreníus hafi sjálfsagt talið að landstjóratíð sín á Sýrlandi yrði lengi í minnum höfð, þá er ekki víst að honum hafi hugkvæmst að hennar yrði getið um víða veröld þúsundum ára eftir hans dag.

Og ekki var það vegna framkvæmdarinnar sjálfrar eða annarrar maktar þessara voldugu manna sem þeirra er enn getið víðast hvar í veröldinni um þetta leyti árs. Þessir menn eiga frægð sína að þakka atburði í lítilli fjölskyldu, sem hafði eins og aðrir hlýtt skipun keisarans og var þess vegna komin í ófrægan og þröngt setinn bæ og fékk þar ekki inni nema í gripahúsi.

Svona getur þetta farið stundum. Þau verk mannanna, ósjaldan sett á stað að opinberri skipan, sem lengst eiga að standa, eyðast og gleymast sem slík. En svo getur annað átt lífvænlegri framtíð, sem enginn sá í upphafi fyrir.

Vefþjóðviljinn óskar lesendum sínum öllum gleðilegra jóla.