N ú hafa enn á ný heyrst hugmyndir sem auka eiga ójöfnuð í skattheimtu. Þetta kemur fram í nýrri kröfugerð Starfsgreinasambandsins. Að þessu sinni heitir það að taka upp lægra skattþrep í stað þess sem hingað til hefur verið kallað stighækkandi skattar. Nú er það fjarri þessu vefriti að mæla gegn lækkun skatta, hins vegar má sú lækkun ekki stangast á við grunn markmiðið um jafnrétti.
Í frétt starfsgreinasambandsins segir: „Hlutur opinberra aðila í þjóðartekjum hefur vaxið stórlega undanfarin ár, og hefur góðærið þess vegna gengið til ríkis og sveitarfélaga að of stórum hluta. Það er eðlilegt að þeir sem minna mega sín fái líka eitthvað af góðærinu í sinn hlut. Skattkerfið verður að nota til tekjujöfnunar en ekki mismununar. Þess vegna gerum við kröfur á ríkið.“
„Starfsgreinasambandið segist ekki vilja skattkerfið mismuni en hvað eru mismunandi skattþrep annað en mismunun? Starfsgreinasambandið segist jafnfram vilja skattkerfið til tekjujöfnunar. Því er hins vegar ekki svarað hvað Starfsgreinasambandið er reiðubúið til að sætta sig við mikla almenna kjararýrnun til að ná fram því markmiði.“ |
Það er rétt að deila áhyggjum starfsgreinasambandsins um aukin ríkisútgjöld Og eflaust er það rétt að margir þeirra sem minna mega sín eigi að fá „hlut“ í góðærinu. Spurningin er hins vegar hvernig verður góðærið til. Það dettur ekki af himnum ofan, heldur er það skapað, og margir þeirra sem hafa skapað það hafa vitanlega hagnast á því. Þar með er ekki sagt að þeir hafi tekið það frá öðrum.
Annað sem er áhugavert, er að ætla mætti á frétt Starfsgreinasambands að þeir sem minna mega sín hafi ekki fengið neinn eða að minnsta kosti rýran hlut í góðærinu. Hið rétta er að kjör þeirra tekjuminnstu hafa einmitt vaxið mun hraðar en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Það liggur í hlutarins eðli að það verða alltaf einhverjir sem uppskera minnst, aðalatriðið er að því fólki sé gert kleift að vinna sig hratt út úr þeim aðstæðum.
Þegar Starfsgreinasambandið berst fyrir kjörum þeirra sem minna mega sín má það ekki missa sjónar á öllum þeim sem góðærið hefur gert að bjargálnafólki. Og um leið má ekki loka fyrir þá leið sem það fólk hefur farið eða torvelda ferðina, eins og fjölþrepaskattakerfi mundi án nokkurs vafa gera.
Starfsgreinasambandið segist ekki vilja skattkerfið mismuni en hvað eru mismunandi skattþrep annað en mismunun? Starfsgreinasambandið segist jafnfram vilja skattkerfið til tekjujöfnunar. Því er hins vegar ekki svarað hvað Starfsgreinasambandið er reiðubúið til að sætta sig við mikla almenna kjararýrnun til að ná fram því markmiði.
Það væri glapræði ef ríkið gengi að þessum kröfum, enda hafa þær ekkert með skynsamlega skattheimtu að gera, heldur fremur eins og Starfsgreinasambandið segir blátt áfram er þetta hugmynd sem miðar að því að nota skattkerfið til tekjujöfnunar. Nú er það skiljanlegt markmið, sem líkast flestir eru sammála um, að hagkerfið gefi sem flestum færi á að sjá sér farborða. En hvers vegna ættu menn að vilja að nota skattkerfið til tekjujöfnunar? Er líklegt að hægt sé að finna einhverja tölu og álykta sem svo að allir sem hafa hærri laun eigi síður rétt á tekjum sínum en þeir sem hafa minna?
Ef þessar hugmyndir yrðu að veruleika væri farið enn lengra frá hugmyndum um flatan skatt, sem eru lesendum þessa rits að góðu kunnar.
Rökin fyrir flötum skatti eru meðal annars að slíkt kerfi er einfalt og gagnsætt. Það lágmarkar skattsvik og lágmarkar jafnframt þann kostnað sem einstaklingar og fyrirtæki leggja á sig í dag til að viðskipti séu eins „skattaleg hagkvæm“ og mögulegt er. Flatur skattur hefur minni letjandi áhrif á vinnu en aðrar útfærslur og hefur haft mjög jákvæð áhrif þar sem hann hefur verið reyndur. Verslunarráð kynnti til að mynda hugmyndir um flatan skatt fyrir nokkrum árum, þar sem gert var ráð fyrir því að flestir skattar verði lækkaðir í 15%.
En þótt mikið hafa verið skrifað um efnahagslegar afleiðingar fjölþrepa skatts, að þá er það áhrifin sem hann hefur á pólitík sem eru enn uggvænlegri. Það er vitanlega æskilegast að allir greiði sama hlutfall tekna sinna í skatt. Það er sanngjarnt. Við það að tekjur fólks falli í mismunandi skattþrep myndi eðli skattastefnunnar breytast í átök um ráðstöfunartekjur næsta manns.