Laugardagur 1. desember 2007

335. tbl. 11. árg.

Á dögunum birtu Sameinuðu þjóðirnar reglulegan lista sinn um það í hvaða löndum heims væri best að búa og var það reiknað út frá gögnum fyrir árið 2005. Bar þar helst til tíðinda að Ísland var komið í efsta sæti listans, en annað Evrópuland sem stendur utan tollabandalagsins ESB, Noregur, var nú í öðru sæti.

Skemmtilegt var að í þriðja sæti listans er nú Ástralía, sem bendir til þess að skýrsluhöfundar hafi bara alveg misst af greinaflokki Sólveigar Kr. Einarsdóttur, Allt er ömurlegt í Ástralíu, sem Morgunblaðið birtir jafnan á miðopnu sinni, vegna mikilvægis hans.

E ftir að tilkynnt var um efsta sæti Íslands á þessum lista tóku nokkrir Samfylkingarráðherrar upp þann söng að þessi skemmtilega frétt legði auknar skyldur á landið í alþjóðlegum umhverfismálum. Forsætisráðherra blés á það rugl og gerði vel í því.

Í dag er þess minnst að 89 ár eru liðin síðan Ísland fékk fullveldi. Megi andstæðingum þess lengi mistakast að semja það frá því aftur.