Föstudagur 30. nóvember 2007

334. tbl. 11. árg.

Þ

Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri heldur áfram að lækka skattana.

ær ánægjufréttir bárust í gær að útsvar á Seltjarnarnesi lækkar úr 12,35% í 12,10% fyrsta janúar 2008 samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar. Fjárhagsáætlun árins 2008 var afgreidd á fundi hennar í fyrrdag. Álagningarstuðull fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði (A- hluta) árið 2008 lækkar einnig úr 0,24% í 0,20% frá og með 1. janúar, álagningarstuðull vatnsskatts lækkar úr 0,115% í 0,10% og álagningarstuðull fráveitugjalds verður 0,097% af fasteignamati. Eftir þessar breytingar verða allir gjaldastuðlar fasteignagjalda auk útsvars á Seltjarnarnesi þeir lægstu á höfuðborgarsvæðinu.

Þessi ákvörðun bæjarstjórnarinnar um útsvarslækkun gæti þýtt að opinbert tekjuskattshlutfall á landinu öllu lækki örlítið en að sjálfsögðu verða það aðeins íbúar Seltjarnarness sem njóta þessarar lækkunar beint þegar upp er staðið. Þetta er hins vegar ekki aðeins mikilvæg ákvörðun fyrir Seltirninga heldur einnig íbúa annarra sveitarfélaga. Seltjarnarnes er mikilvægt fordæmi og eykur vonandi þrýsting á önnur sveitarfélög, ekki síst nágrannabæina, að lækka sitt útsvar. Bæjarstjórnin á Nesinu sýnir svo ekki verður um villst að sveitarfélög geta lækkað útsvarið án þess að það leiði til skuldasöfnunar.

Hjón sem hvort um sig hafa 350 þúsund krónur í mánaðarlaun munu greiða 80 þúsund krónum minna í tekjuskatt og útsvar á næsta ári á Seltjarnarnesi en í Reykjavík.

Svo halda einhverjir menn að það sé gott að lítil sveitarfélög séu sameinuð stórum.