Í Fréttablaðinu á sunnudaginn ræddi Klemens Ólafur Þrastarson við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson fyrrverandi borgarstjóra. Fréttablaðið lagði 11 spurningar fyrir Vilhjálm en strax í upphafi sagðist Vilhjálmur hafa gert ákveðin mistök og ekki haft nægilegt samráð við borgarstjórnarflokk sinn og hann hefði beðist velvirðingar á því gagnvart samstarfsmönnum sínum í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna. Þetta hefur Vilhjálmur einnig margsinnis farið yfir á öðrum vettvangi. En af 11 spurningum blaðamannsins voru sjö svona:
Finnst þér að félagar þínir í borgarstjórnarflokknum hafi [sýnt stillingu og yfirvegun]?
Ofuráhersla sexmenninganna á að áhættusöm útrás og orkufyrirtæki ættu ekki saman, kom hún ekki á óvart? Var þetta ekki bara hreinræktuð uppreisn? Það hefur verið rætt um átökin sem einhvers konar uppgjör valdablokka í flokknum. Voru keppinautar þínir innan flokksins með valdablokkir á bak við sig? Var það ekki eins og rýtingur í bakið þegar sexmenningarnir funduðu með formanninum án þín? En [Geir Haarde] gerði þarna ákveðin mistök? Varst þú svikinn af flokknum? Hvaða ábyrgð hafa uppreisnarmennirnir axlað? Hafa þeir beðist velvirðingar á upphlaupinu? Ætlar þú að bjóða þig fram í þeim og í aðra prófkjörsbaráttu við Gísla Martein? |
Það er eiginlega orðið pínlegt hvað andstæðingar Sjálfstæðisflokksins ganga langt til að koma höggi á borgarfulltrúa flokksins, sem voru þó þeir sem sögðu hingað og ekki lengra með það ótrúlega samkrull opinbers fyrirtækis og einkahagsmuna sem fram fór í Reykjavík Engergy Invest.
En Vilhjálmur, nú segist þú hafa gert mistök og ekki haft eðlilegt samráð við eigin flokksmenn, en varstu ekki örugglega svikinn af eigin flokksmönnum?
F
Ríkið má byggja eins og berserkur en einstaklingar eiga að halda að sér höndum. |
orsætisráðherra mun í útvarpsviðtali fyrr í vikunni hafa ráðlagt fólki að halda að sér höndum í íbúðakaupum því framundan kunni að vera viðsjár á fasteignamarkaði og vextir séu háir. Nú eigi allir að gæta aðhalds og spara. Á sama tíma undirbýr félagsmálaráðherrann í ríkisstjórn hans aðgerðir til að auðvelda fólki að kaupa sína fyrstu íbúð. Skammt frá stjórnarráðinu teygja tíu byggingakranar á vegum ríkis og borgar sig til himins við byggingu á einu dýrasta húsi Íslandssögunnar.
Svo halda menn þeim kenningum til streitu að skattalækkanir auki á þensluna því almenningur eyði bara í vitleysu.